Efni:
Botninn: 3 eggjarauður + 1 egg 100 gr. Sykur 2 msk. hveiti 1 tsk. Lyftiduft 1 msk. kartöflumjöl Marengsinn. 3 eggjahvítur 180 gr. Púðursykur. ATHUGASEMD: Mér finnst best að baka marengsinn fyrst og hækka síðan hitann á ofninum og baka sjálfan kökubotninn. Þetta er sett saman með þeyttum rjóma og stundum hræri ég banönum og jarðaberjasultu saman og set undir rjómann. Það má líka setja ávexti í rjómann. Bara framkvæma það sem manni dettur í hug.
|
Aðferð:
Botninn: Eggin þeytt með sykrinum í létta kvoðu síðan er þurrefnunum blandað vel saman við. Bakað við ca. 200°c (líklega svona 10 mín. fylgjast samt vel með ég man ekki tímann svo gjörla) Marengsinn: Eggjahvíturnar og púðursykurinn þeytt saman þar til það er komið í þykka kvoðu. Bakað í lausbotna tertuformi, strá hveiti innanum formið áður. Látið í ca. 150°c heitan ofn og bakað í ca. 45 mínútur |