MAGNÚSARSÆLA

Þessi er rosalega góð úr saumaklúbb hjá Eddu Garðars, nammi, namm.

Botnar:

1 1/2 bolli sykur

3 egg

1 1/2 bolli döðlur, brytjaðar

1 1/2 bolli kókosmjöl

1 1/2 bolli Siríus suðusúkkulaði (konsum) brytjað

5 msk. Hveiti

1 1/2 tsk. Lyftiduft

3 msk. Vatn eða góður kaffilíkjör

1 tsk. Vanilludropar (reyndar segir í uppskriftinni 1 msk. Vanilludropar en ég held að það hljóti að vera prentvilla).

Þeytið eggin og sykurinn vel saman, þar til það er létt og ljóst. Bætið vanilludropunum út í. Brytjið döðlurnar og súkkulaðið og blandið því ásamt þurrefnunum út í eggjablönduna, ásamt vatninu eða kaffilíkjörnum. Hrærið varlega saman.

Bakið í tveim lausbotna formum við 175° í 25 – 30 mín.

Krem:

3 eggjarauður

50 gr. Flórsykur

50 gr. Smjör

100 gr. Siríus suðusúkkulaði, brætt.

Þeytið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Bræðið smjörið og súkkulaðið í potti við vægan hita, kælið lítið eitt og setjið út í eggjahræruna.

Fylling:

2 pelar rjómi, þeyttur

Skraut:

1 pakki Ópal appelsínuhnappar eða kattartungur frá Nóa Siríus.

Setjið kökuna saman með þeyttum rjómanum og smyrjið kreminu yfir kökuna og skreytið með afganginum af rjómanum og Ópal appelsínuhnöppunum.

Ps. Ég nota svolítið meiri rjóma, rúmlega pela á milli og ég held að það fari alveg 1 peli utan um hana, en það þarf kanski ekkert sérstaklega að setja utan um hana.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum: ATH. Þessa tertu er mjög auðvelt að gera, hún er tilvalin fyrir BYRJENDUR. Æ, er maður ekki alltaf byrjandi.

————————–

Edda setti rjóma utanum og aðeins upp á kantinn . Hún setti síðan Opal hnappana á hliðarnar sem skraut og síðan setti hún rjómahring í miðjuna ofan og rifsberjaklasa þar ofaná. ? flott.