Efni: |
Aðferð: |
4 egg
2 dl. Sykur (200 gr) 2 ½ dl. Döðlur (200 gr.) 100 gr. Suðusúkkulaði 2 dl. Kókosmjöl (75 gr.) 1 ½ dl. Hveiti (125gr.) Fylling: 2 ½ dl. Rjómi 100 gr. Fyllt súkkulaði eða konfekt. Krem: 1 ½ dl. Rjómi. 1dl. Sykur (85 gr.) 1 ½ msk. Síróp 2 msk. Smjör 1 tsk. Vanillusykur
Skreyting utanum: 2 ½ dl. Rjómi.
|
Þeyta egg og sykur vel saman Brytja döðlur og súkkulaði. Blanda því, ásamt hveiti og kókosmjöli varlega samanvið eggjahræruna. Baka síðan í tveimur 22 cm. formum í 180°C heitum ofni í 15 – 20 mínútur. Kakan kæld. Fyllingin: Rjóminn þeyttur og og súkkulaðinu (konfektinu) blandað saman við rjómann og sett á milli botnanna. Í fyllingu má líka nota kókosbollur, niðursneidda ávexti eða hvað sem er eftir smekk saman við þeytta rjómann. Það er líka mjög gott að setja aðeins góðan líkjör yfir botnana, t.d. Baileys – ef maður vill hafa mikið við. Krem: Rjómi, sykur og síróp soðið saman þar til blandan verður þykk. Potturinn tekinn af hitanum og smjörið hrært samanvið ásamt vanilludropum. Kreminu smurt yfir tertuna og látið leka aðeins niður hliðarnar Samsetningin: Botnarnir settir saman með fyllingunni. Kremið smurt yfir tertuna. Þeyttum rjóma sprautað yfir hliðarnar. |