bökuð í ofnskúffu. Þessi terta er alveg rosalega góð.
Efni: |
Aðferð: |
Rjómaostakremið: Byrja á því. 170 gr. Rjómaostur 4 msk. Mjúkt smjör 1 ½ dl. Sykur 2 stór egg 1 tsk. Vanilludropar 2 msk. Hveiti 1 ½ dl. Súkkulaðispænir. Kakan sjálf: 240 gr. Suðusúkkulaði 6 msk. Smjör 4 stór egg 3,5 dl. Sykur 2 tsk. Vanilludropar 1 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Salt 2 ½ dl. Súkkulaðispænir. Einnig má blanda heslhnetum eða valhnetum í. |
Rjómaostakremið útbúið fyrst og látið bíða þar til kökudeigið er komið í ofnskúffuna. Rjómaosturinn er hrærður, mjúku smjöri og sykri hrært vel saman við. Eggjunum bætt við og síðan hveiti og vanilludropum. Að lokum er súkkulaðispæninum blandað varlega út í með sleif. Kakan sjálf og samsetningin: Smjör og súkkulaði brætt saman við vægan hita. Eggin og sykurinn eru þeytt vel saman og súkkulaðiblöndunni síðan hrært varlega saman við eggjablönduna. Síðan eru vanilludropar ásamt þurrefnunum blandað saman við og síðast súkkulaðispænunum. Deiginu er hellt í ofnskúffu, kremið er smurt yfir og bakað í ca. 35 mínútur við ca. 180° – 200°. Haft frekar neðarlega í ofninum.
|