Hafrasprengjur

Efni:
Aðferð:
A.
235 gr. Smjör/smjörlíki
150 gr. Sykur
235 gr. Púðursykur
½ tsk.  Vanillusykur /vanilludropar
3 egg
B.
2  bollar hveiti
1 ½  tsk. Matarsódi
1 tsk.  Salt
1 tsk. Kanill
335 gr. Haframjöl.

 

 

Allt í lið A.  er hrært vel saman í hrærivél
þar til það er ljóst og létt.Bæta efnunum í lið B saman við blönduna.
Setja deigið með teskeið á plötuna og laga það aðeins til – gott að hafa einnota hanska til að móta kúlur úr deiginu á plötunni því deigið tollir ekki eins við hanskana og við bera fingurna.Athuga að hafa gott bil á milli þegar sett er á plötuna, því kökurnar renna talsvert út við bökun.

Bakað við 200°í 5 – 7 mínútur á blæstri.

Þegar kökurnar koma úr ofninum eru þær mjúkar, en þær harðna þegar þær kólna.

Þetta er nokkuð stór uppskrift eins og sjá má á myndinni.