Sörur þessar sívinsælu.

 

KÖKURNAR: 

300 gr. Heilar möndlur (með hýðinu á)
3 dl. Flórsykur
3 stk. Eggjahvítur

KREMIÐ:

4 msk. sýróp
3 eggjarauður
200 gr. smjör
1 – 2 msk. kakó – magn eftir smekk
1 tsk. kaffiduft hrært út í örlitlu vatni.

Einnig má sjóða sýrópið úr 3/4 dl. sykri og
3/4 dl. vatni.

SÚKKULAÐIHJÚPUR

400 gr. hjúpsúkkulaði frá Opal

 

AÐFERÐ – BOTNINN:

1)  Möndlurnar muldar (gott að mala t.d. í rafmagnskaffikvörn, í mixara eða með töfrasprota) og sigtuðum flórsykri blandað saman við.

2)  Eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim blandað MJÖG varlega saman við þurrefnin, svo eggjahvíturnar falli ekki. Setja strax á plötur svo eggjahvíturnar falli ekki.

3) Passa að setja aðeins hálfa teskeið fyrir hverja köku, eða nota mjög litla teskeið þegar sett er á bökunarpappírinn ef maður vill hafa sörurnar litlar.
Bakist á blæstri, tvær plötur í einu. Hitinn 175° í ca. 11 – 12 mínútur.

Kökurnar eru aðeins linar þegar þær eru teknar úr ofninum en harðna síðan.

AÐFERÐ KREMIÐ OG SÚKKULAÐIÐ:
1) Þeytið rauðurnar vel og lengi.
2) Hellið sýrópinu í mjórri bunu út í eggjarauðurnar og þeytið mjög vel áfram.
3) Kælið eggjarauðuhræruna vel.
4) Hrærið smjörið þar til það verður mjúkt, blandið í það uppleysta kaffiduftinu og        kakóinu.
5) Bætið eggjahrærunni smám saman út í og þeytið áfram.
6) Kælið síðan vel í ískáp áður en kremið er sett ofaná kökurnar.
7) Kælt vel aftur með kreminu á – gott að setja aðeins í frysti ef möguleiki er á því. Ef kremið er ekki nægilega kalt á það til að bráðna inn í heitan súkkulaðihjúpinn og þá verða kökurnar ekki eins fallegar.
8) Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði eða í súkkulaðibræðslupotti, hafa það vel volgt (ca. 40°C) þegar kremhliðinni á kökunum er dýft ofan í.Tilbúnar Sörurnar geymast best í frosti og eru fljótar að verða mátulega þiðnar til að borða þær.Önnur myndin sýnir nokkurn vegin magnið án krems og súkkulaðis en hin Sörurnar tilbúnar

.

Úr þessu hef ég fengið frá  100 upp í 115 Sörur.