Súkkulaðibitakökur m/ döðlum:

Þessa leyfi ég mér að kalla RÖGNUKÖKUR, því mig langaði til að gera smákökur með döðlum í og súkkulaði og þetta er útkoman.

200 gr. smjör
1 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
2 egg
2 tsk. Vanilludropar
3 bollar hveiti
1 tsk. Matarsódi
1 tsk. Salt
1 bolli brytjað suðursúkkulaði
1 bolli smátt brytjaðar döðlur. 

 

 

Smjör sykur og egg þeytt vel.

Súkkulaðinu og döðlunum er fyrst blandað saman við þurrefnin og síðan er því blandað smátt og smátt saman við eggjahræruna.

Bakað við 180 í °ca. 7 mínútur.

Sett með teskeið á bökunarpappír.

Ég baka allt á blæstri.