Súkkulaðismákökur pabba

Efni:

200 gr. Hveiti

100 gr. Kókosmjöl

¼ tsk. Hjartarsalt

200 gr. Smjör eða Smjörlíki

125 gr. Sykur

2 msk. Kakó

1 egg

Vanilludropar.

Aðferð:

Þetta er hnoðað deig.

þurrefnin eru hnoðuð með smjörlíki og eggi. Rúllað upp í lengjur og kælt nokkra stund í ísskáp.
Skorið í sneiðar og og hver sneið pressuð aðeins inn í lófann til að fá hana kúpta
Dýft í sykur og smátt saxaðar möndlur saman.
Stundum hef ég sleppt möndlunum en betra er að hafa þær.

Bakað við 180°hita í ca. 10 mínútur eða þar til aðeins er kominn bökunarlitur á þær.