Pönnukökur Hauks

 

200 gr. Hveiti
2 msk. Sykur
2 egg
½ lítri mjólk – blá
½ tsk. Salt
½ tsk. Sódaduft
1 tsk. Vanilludropar
50 mgr. smjörlíki.
Örlítið kaffi. (Viðbót frá mér)

 Leyniaðferðin hans Hauks:

Blanda saman þurrefnunum. Þeyta eggin með helmingnum af mjólkinni og hræra því í þurrefnin. Bræða smjörlíkið og hræra því ásamt restinni af mjólkinni og kaffislettunni, vel saman við. Bæta að lokum dropunum í.