Brokkolíbakstur

Brokkolíbakstur

Efni:

Brokkolí , sem þekur botninn á eldföstu formi

1 dós Champell sveppasúpa

1 egg

majónes eftir smekk (líklega svona hálf lítil dós)

Rifinn ostur.

Aðferð:

Ef Brokkolíið er ferskt þá sjóða það fyrst í saltvatni.

Champellsúpunni, egginu og majónesinu er hrært vel saman ásamt rifna ostinum.

Brokkolíið sett í botninn á forminu og súpujukkinu hellt yfir.

Bakað í ofni við 200°þar til yfirborðið er aðeins farið að lifta sér og orðið gullinbrúnt.

Hugmyndir að frekari útfærslum á ofangreindum rétti.

Í Brokkolíbaksturinn má líka nota hverskonar annað

grænmeti, allt eftir smekk og því sem til er hverju

sinni.

Sem aðalréttur

Tilvalið er að bæta í Brokkolíbaksturinn,

afgöngum af kjúklingi, svínakjöti eða öðru sem

til fellur og bera t.d. hrásalat og smábrauð með.