Þögn í 15 mínútur í stórri Flugstöð.

Ég talaði við hana Angelu vinkonu mína í Englandi í dag.  Hún sagði að hún og Alick hafi verið stödd á Tenerife á Kanaríeyjum þegar hryðjuverkaárásin var gerð á Madrid. Nánar tiltekið á flugvellinum að bíða eftir flugi heim þegar tilkynnt var um árásina og jafnframt að hafa ætti 15 mínútna þögn í flugstöðinni til virðingar við þá sem létust og slösuðust í árásinni. Mér var spurn hvort það hafi tekist. Já, hún sagði að það hafi verið ótrúlegt að taka þátt í þessu. Bretar séu vanari því að hafa þögn í svona 3 mínútur en ekki í 15.  Hún sagði að slökkt hefði verið á öllum kallkerfum í flugstöðinni og svo ótrúlegt sem það sé þá hafi allir bara staðið þarna hreyfingarlausir í 15 mínutur og það eina sem hafi heyrst hafi verið einstaka barnsgrátur og heyrst hringing í einum og einum farsíma. Hún sagði þetta reynslu sem þau myndi ekki gleyma.

Mér fannst þetta svo sérstakt að ég mátti til með að segja frá þessu í dagbókinni minni.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *