Nöldurskjóðan ég

Nú líður að því að við fáum að vita hverjir komast áfram í Eurovision keppnina um helgina. Mikið hefur nú þessi keppni breyst og mikið vatn runnið til sjávar síðan Dana söng " All kinds of everything". Ég gleymi því aldrei hvað hún var látlaus og yndisleg. Nú orðið snýst keppnin um allt annað en góð lög, góða texta og góðan söng. Þetta er orðið hálfgert karnival. Það er svo sem út af fyrir sig allt í lagi en þarf þá ekki að vera tvennt í gangi, annars vegar Eurovision karnival þar sem keppt er um frumlegustu persónurnar og flottustu búningana og hinsvegar Eurovision söngvakeppni þar sem keppt er um bestu, lögin, textana og sönginn. Væri það nokkuð galið? Ég er að tala í alvöru.

En í sambandi við keppnina núna þá vona ég að við skattborgarar og greiðendur áskriftargjalda hjá RUV fáum að sjá reikningsuppgjör alls pakkans vegna keppninnar í ár. Það væri fróðlegt lesning.

——————–

Ég ætlaði að koma með eitthvað rosalega jákvætt eftir neikvæðnipistilinn minn í gær og hvað kemur svo á skjáinn eftir að ég er búin að sitja góða stund og stara á hann? Já einmitt, meira nöldur. Hvað er þetta eiginlega með mig þessa dagana. Ég þarf að spyrja í næstu höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð hvort ég sé að umpólast yfir í algjöra nöldurskjóðu.

Nú býð ég bara góða nótt og vona að allir eigi góðan morgundag og svo vona ég líka að næsti pistill verði ögn meira á jákvæðu nótunum.

Lifið heil.


Comments

4 responses to “Nöldurskjóðan ég”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *