Author: Ragna
-
Nýtt bloggkerfi
—
by
Þá er búið að færa bloggkerfið yfir í nýja öld! Útlitsbreytingar enn í vinnslu. Gamlar slóðir virka enn en munu beinast á nýju síðurnar seinna meir. Myndaalbúm er enn í vinnslu. Uppskriftir eru nú að flokkast, þar þarf aðeins að taka betur til, tæknimaðurinn gafst upp á að flokka!
-
Jólin koma – eða hvað.
—
by
Í gær ætlaði ég að reyna að koma mér í gang til að gera eitthvað af viti. það var svo sem vit í því sem ég byrjaði á, að þvo úr gluggum og þurrka af, en það sem ég gerði næst var í raun ekkert vit í. það fóru nefnilega margir klukkutímar í það að…
-
Smá innleg.
—
by
Nú er ég að athuga hvort mér gengur betur að koma blogginu mínu inn eftir lagfæringar á vefnum. Ég er reyndar að skreppa í saumaklúbb á eftir svo þetta verður aðallega svona prufa. Ég ætti kannski að nota tækifærið og ausa úr skálum reiði minnar svo ég verði afslöppuð eins og ungbarn í saumaklúbbnum á…
-
Bloggið að verða ónothæft.
—
by
Það er eitthvað mikið að í sambandi við bloggið mitt og ég er alltaf að missa út þann texta sem ég er búin að skrifa. Það gerðist meira að segja í gær að ég vistaði það sem ég hafði skrifað áður en ég smellti á staðfesta, en það dugði ekki til því eins og venjulega…
-
Svoooo lánsöm.
—
by
Hugsum við nógu oft um það hvað við erum lánsöm í lífinu? Allir fá sinn skammt af erfiðleikum, veikindum og missi og okkur er hjálpað til þess að vinna okkur út úr slíku
-
Haustmyndir.
—
by
Ætli það sé öldrunarmerki að láta sér öðru hvoru detta eitthvað í hug til að setja á bloggið sitt, geyma það þangað til seinna og svo þegar þetta seinna kemur og það á að fara að færa til bókar þá er allt gleymt? Þetta gerist æ oftar, en ég ætla ekki að ergja mig á…
-
Að eiga góða vini.
—
by
Eitt af því sem fylgir haustinu er að ýmsir vinahópar vilja hittast, saumaklúbburinn fer í gang eftir sumarið og við sem unnum saman ætlum að hittast og svo ætlum við að hittast þrjár vinkonur sem hittumst nú alltaf öðru hvoru á hverri árstíð. Venjulega dreifist þetta nú aðeins á haustið, en nú bregður hins vegar…
-
Haustið komið.
—
by
Þá er komið að næstu árstíð hjá okkur – Haustinu. þær eru svo yndislegar þessar árstíðir, hver með sínu móti. Nú er það haustið sem bankar uppá og þó enn vanti nokkra daga í að kominn sé september, þá eru tré og runnar farin að skrýðast haustbúningi sínum og það er alltaf svo gaman…
-
Dússý
—
by
Í dag hefði hún elsta systir mín orðið 80 ára – Blessuð sé minning hennar. Hún er ekki ein af þeim sem lét sér það nægja að láta sig dreyma um það sem þá langaði til að gera. Hún framkvæmdi sinn draum strax og tækifæri gafst og saman sigldu þau hjónin á lítilli skútu í…
-
Vestfjarðarferð 3. hluti.
—
by
Nú var spennandi dagur framundan því það var komið að því að aka inn í Ísafjarðardjúp og skoða alla litlu firðina sem ganga inn úr því. Í einum þessara fjarða, Seyjðisfirði fæddist móðir mín og ólst þar upp þangað til hún var 15 ára, en þá missti hún móður sína og fjölskyldan leystist upp. Hún…