Author: Ragna
-
Vestfjarðarferð 2. hluti.
—
by
Eftir góðan nætursvefn á Þingeyri var ferðinni heitið yfir á Flateyri, en þar hafði Haukur verið um tíma á vertíð ásamt öðrum strákum frá Borgarfirði eystra. Einn þeirra, Grétar, varð síðan innlyksa á Flateyri, eins og hann sagði sjálfur frá. Við höfðum ekki ekið lengi um þorpið þegar við sáum Grétar á tali við annan…
-
Vestfjarðarferð 1. hluti.
—
by
Eftir malbiki og rykugum þvottabrettum, undir sjó, yfir sjó og kringum sjó, yfir fjöll, í gegnum fjöll og kringum fjöll. Já, þetta er það sem við Haukur höfum verið að gera undanfarið. Þegar Haukur var búinn að gera húsbílinn kláran til sumarferða þá notuðum við okkur fyrsta sólardaginn til þess að skreppa í smá rúnt.…
-
Er í sjokki
—
by
Já ég er í sjokki yfir fávitaskap og hugsunarleysi. Þannig er að hérna fyrir ofan bílskúrana okkar er nokkuð breið og stór aflíðandi brekka upp að næstu götu fyrir ofan. Á þessu svæði er að stærstum hluta krækiberjalyng og smár fallegur íslenskur gróður inn á milli. Síðsumars og á haustin hefur verið svo gaman að…
-
—
by
Þá á nú að heita að komið sé sumar, enda er hitinn búinn að vera í tvo daga nánast fastur í10° Haukur er búinn að gera húsbílinn sinn kláran, eða það hélt hann, en eitthvað var hann samt ekki ánægður með rautt ljós í mælaborðinu. Við nánari athugun á verkstæði kom í ljós að rafgeymirinn…
-
Dagsferðin með Ísal, eins og ég kýs að kalla það.
—
by
Enn á ný urðum við þess aðnjótandi að fara í dagsferðina sem Ísal býður þeim starfsmönnum, sem hættir eru störfum vegna aldurs og mökum þeirra. Að venju var fyrst boðið í flottan morgunverð í mötuneytinu í Straumsvík. Hópurinn stækkar ár frá ári og fyllti nú nánast alveg matsalinn enda 180 manns sem mættu að þessu…
-
Þriðji hluti Spánarferðarinnar – Stóra fjallaferðin.
—
by
Eins og fram hefur komið þá átti Haukur 70 ára afmæli á meðan við vorum úti. það voru allir að verða galnir af að reyna að finna út hvað hægt væri að gefa honum í afmælisgjöf og ég þar á meðal. Mér datt því í hug að kaupa einhverja fína dagsferð með Spænskri ferðaskrifstofu og…
-
Annar kafli í Spánarferð.
—
by
Dagskráin hjá okkiur var þannig að við byrjuðum hvern dag á því að fara í göngutúr strax eftir morgunmatinn og komum ekki heim fyrr en í hádegismatinn sem var klukkan eitt. Það var svo einstaklega skemmtilegt í þessum morgungöngum okkar því við tókum fyrir nýja leið á hverjum degi og sáum því alltaf eitthvað nýtt…
-
Spánn kvaddi okkur í sól og blíðu
—
by
og Ísland heilsaði okkur með hvílíku roki og rigningu að við ætluðum varla að komast út á bílastæðið með farangurinn, en mikið var nú hressandi og gott að koma heim þrátt fyrir það. Spánarferðin var alveg stórkostleg og vel heppnuð. Veðrið lék við okkur, hótelið gat ekki verið betra og starfsfólkið var svo vingjarnlegt og…
-
Um það bil að gefast upp.
—
by
Ég á í endalausu brasi með blessað bloggið mitt, en er þó ekki alveg tilbúin að gefa það upp á bátinn. Þið sem hafið kíkt hér inn reglulega – ekki gefast alveg upp á mér. Í gærkveldi skrifaði ég alla ferðasöguna mína en þegar ég smellti á staðfesta þá datt allt út. Þetta gerðist líka…
-
Afmælin í maí.
—
by
Í dag 4. maí er þrefaldur afmælisdagur í fjölskyldunni. Fyrsta 4.maí afmælið var afmæli Eddu systur minnar, en seinna, þegar ég var nýorðin 16 ára, þá eignaðist ég kærasta, sem síðar varð eiginmaður minn og faðir dætranna minna, en svo vildi til að hann átti líka afmæli 4. maí. Blessuð sé minning hans. Svo eignaðist…