Author: Ragna
-
Gömul tilfinning.
—
by
Það er stundum á sunnudagsmorgnum, þegar messan er að byrja í útvarpinu og ég er eitthvað að dútla, eins og núna þegar ég var að strauja nokkrar flíkur, sem gömul bernskuminning hellist yfir mig. Ég upplifi sunnudagsmorgnana þegar ég var að leik fyrir utan heimilið mitt. Á sunnudögum var alltaf farið í sparifötin og hátíðablær yfir.…
-
Apríl á enda.
—
by
Þá er apríl mánuður á enda og enn er það veðrið sem verður fyrst á dagskránni. Ég setti inn í vikunni mynd af stelpunum hérna í kring sem voru komnar í sumarleiki hérna á túninu.Til gamans set ég hérna inn mynd sem ég var að taka núna, af nákvæmlega sama stað og nú virðist ekkert…
-
Léttara yfir öllu í dag.
—
by
Í dag skín sólin svo glatt og ljómandi gott veður þó hitinn sé ekki nema í 10 gráðum. Það hreinlega breytist allt þegar það kemur svona gott veður eftir langan og leiðinlegan kafla með roki og rigningu. Í dag fékk maður þörf fyrir að draga fram einhver ljós föt og naut þess að láta goluna…
-
Páskar að baki.
—
by
Nú er annar í páskum og páskahretið að ganga yfir, eða við vounum að það gangi fljótt yfir, því það gengur á með hríðaveðri og kalt. Ég var búin að ætla mér í kirkju um páskana, en vogaði mér bara ekki út í leiðindaveðrið svo ég hef ekki farið út fyrir dyr fyrr en seinni…
-
Gleðilegt sumar.
—
by
Nú langar mig mest tið að reita hár mitt. Ég var búin að vera að leggja kapal í tölvunni þegar ég ákvað að setja inn á bloggið mitt allar gömlu minningarnar sem komu upp í hugann á meðan ég lagði kapalinn. Ég vissi ekki annað en að ég hefði verið búin að vista, en ákvað…
-
Ferming fyrsta barnabarnsins míns.
—
by
Það var yndislegur dagur í gær þegar Karlotta mín fermdist hérna í Lindakirkju og svo glöddust fjölskylda og vinir með henni í veislunni á eftir. Ég get ekki skrifað neinn texta núna en ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir. Ég verð nefnilega að pikka þetta með annarri hendi því það er einhver fjárinn…
-
Smá vangaveltur eftir helgina.
—
by
Mikið er skrýtin veðráttan þessa dagana. Ýmist vor eða vetur, að ekki sé nú talað um ofsaveðrið sem var á sunnudaginn og búið að spá einhverju slíku á laugardag. Vonandi gengur það nú ekki eftir, því á laugardaginn verður nóg að gera í litlu fjölskyldunni okkar því Karlotta er að fermast næsta sunnudag. það verður…
-
Haldið uppá eins árs afmæli Freyju Sigrúnar í dag.
—
by
Já það var haldin afmælisveisla í Arnarsmáranum í dag í tilefni af eins árs afmæli Freyju Sigrúnar sem átti afmæli þann 5. apríl s.l. Svo voru eiginlega tvö afmælisbörn líka í veislunni því Magnús Már tengdasonur á afmæli í dag og Dídý langamma Freyju Sigrúnar átti afmæli í gær. Ég ætla ekkert að hafa þetta…
-
Allt komið í lag nema myndaalbúmin, sem komast í lag fljótlega.
—
by
Þetta var eins og flestir aðrir dagar mjög góður dagur. Í morgun fórum við Anna Björg og Fríða á nýjan stað til að ganga morgungönguna okkar, en að þessu sinni fórum við í Fífuna. Það eru miklu fleiri sem ganga þar en í Kórnum, þar sem við höfum að mestu verið einráðar um staðinn fyrir…
-
Tónlistarnám af því góða.
—
by
Það var mjög ánægjulegt í vikunni að fara með Guðbjörgu og Oddi Vilberg í Iðnó, til þess að sjá og heyra Karlottu syngja með Sönglist, sem er söng- og leiklistarskóli Borgarleikhússins. Hún hefur verið að læra söng þar og á vorin eru haldnir tónleikar þar sem krökkunum er skipt í hópa og hver hópur sýnir…