Author: Ragna
-
Verzlunarmannahelgin 2010.
—
by
Við vorum sein að ákveða hvað gera skyldi um þessa helgi og vorum satt að segja hálf lúin eftir ferðalagið að austan og gestakomu eftir það. Á laugardag ákváðum við þó að fara austur á Rangárvelli og taka þátt í Sælukotshátíðinni. Ég fór strax í að taka til það sem átti að flytja í ísskápinn…
-
Yndislegt sumar – Ferð á Borgarfjörð.
—
by
Mikið hefur þetta nú verið yndislegt sumar og enn er eftir allur ágúst að ógleymdum september með sínum fallegu haustlitum og gómsætu berjum. Það kæmi svo sem ekkert á óvart ef veðrið breytist um höfuðdaginn, sem mig minnir að sé í lok ágúst. Það var að minnsta kosti talað um það hér áður fyrr ef t.d. var…
-
Fyrsti ferðapistillinn 2010
—
by
Nú er ég bara lögst í útilegur eins og í gamla daga á fyrstu árum okkar Odds. Þegar við komum heim úr vinnu á föstudögum þá hentum við tjaldi og tilheyrandi í bílinn og brunuðum eitthvert í útilegur um hverja helgi. Nú er öldin reyndar önnur og margt breytt. Nú dugar ekki að henda tjaldi í bíl…
-
Nýjustu fréttir – Húsbíll.
—
by
Ætli það sé ekki rétt að segja frá því sem er efst á baugi núna. Haukur hefur verið að velta því fyrir sér hvað það væri gaman að eiga húsbíl og fara e.t.v. með hann til að aka eitthvað um erlendis. Það gerðist svo í vikunni að hann lét drauminn rætast og er nú eigandi…
-
Eftir helgina.
—
by
ætla ég að segja frá svolítið skemmtilegum hlutum. Í dag vorum við í ferð með þeim sem eru hættir hjá Isal vegna aldurs. Þegar við komum heim framkvæmdi Haukur svolítið sem vonandi á eftir að veita okkur mikla gleði. Nú er ég bara orðin svo syfjuð að ég ætla að bíða með að segja frá…
-
Mér þykir vænt um þessa mynd.
—
by
Þessi mynd er af tveimur elstu barnabörnunum mínum og mér þykir óskaplega vænt um hana og vona að þau verði alltaf svona góðir vinir.
-
HM að byrja í sjónvarpinu – og þá er tilvalið að sinna dagbókinni aðeins.
—
by
Síðast þegar ég setti inn á dagbókina mína var ég að rifja upp ýmislegt um gamla kosningadaga. Nú eru kosningarnar yfirstaðniar, Jón Gnarr orðinn borgarstjóri í Reykjavík og á flestum stöðum landsins orðið allt annað umhverfi í stjórnsýslunni en áður. Allt er þetta nú gott og blessað ef þeir sem tekið hafa við standa sig og…
-
Kosningadagur í dag.
—
by
Mér finnst gaman að rifja upp gamlar minningar og í dag fór ég að hugsa um slíka daga hér áður fyrr. Fyrstu minningar mínar um kosningadag eru líklega frá því ég var svona 6 – 7 ára. Þá óku bílar um með gjallarhorn og báðu fólk að kjósa sinn flokk og þetta fannst okkur krökkunum…
-
Smá samtíningur fyrir svefninn.
—
by
Mikið getum við sem búum hérna á suð-vesturhorninu verið þakklát fyrir þetta yndislega veður sem við höfum getað notið í allt vor – mér finnst alla vega að það hafi staðið síðan snemma í vor með einum og einum degi sem hefur komið smá væta. Ég er alltaf jafn ánægð með árstíðaskiptin okkar. Fyrst dimmu vetrarmánuðina og…
-
Síðan síðast – skírn og fleira.
—
by
það hefur verið nóg að gera hjá mér undanfarið og ég verið út og suður svo heímasíðan mín varð bara útundan eina ferðina enn. Ég fer nú orðið í sundið á hverjum degi og finnst það svo gott, ekki síst í þessu yndislega veðri sem hefur verið hérna dag eftir dag. Við hérna á suðvestur horninu þurfum ekki að…