Author: Ragna
-
Hugleiðingar á meðan hænufetin bætast við.
—
by
Það er ótrúlegt, miðað við það hvað hvert hænufet er stutt, að maður skuli taka eftir því hvað daginn er að lengja. Nú hefur hann sem sé lengst um eitthvað í kringum 20 hænufet og það sést. Það dugar mér bara ekki alveg núna því mér finnst þessir mánuðir janúar febrúar alltaf svo leiðinlegir mánuðir. Nú…
-
—
by
Hvað er kærleikur? Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur. Kærleikur er, hvert bros sem þú gefur. Kærleikur er, að faðma þann sem grætur. Kærleikur er, að hugga þann sem syrgir. Kærleikur er, að gefa þeim sem þarfnast Kærleikur er, umhyggja fyrir öllu sem lifir. Kærleikur er, að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum. Kærleikur…
-
Um áramót
—
by
Enn eru komin áramót og þeim ber að fagna með bjartsýni og góðum óskum. Bjartsýni og ósk um blessun og betri tíð fyrir þjóðarbúið. Bjartsýni og ósk um góða heilsu og hamingju allra í fjölskyldunni, vina og vandamanna. Bjartsýni og ósk um að þeir sem hafa verið atvinnulausir fái vinnu á komandi ári.Bjartsýni og ósk…
-
Hugleiðingar á aðventu.
—
by
Mér finnst aðventan vera sá tími sem maður skoðar hvað mest hug sinn og hjarta. Það bregst ekki að á þessum árstíma færist tíminn aftur á bak. Já oft færist hann aftur um marga áratugi og minningarnar frá bernskujólunum verða svo ljóslifandi og ótrúlegustu smáatriði skjóta upp kollinum. Um daginn þegar við Haukur gengum niður Laugaveg og…
-
Lífið í dag.
—
by
Aðventan þokast áfram og nú er bara vika til jóla. Sitt lítið af hverju hef ég verið að gera til þess að fá smá jólastemningu. Annars hef ég aldrei verið rólegri í tíðinni fyrir jól en núna. Ég hef bakað smávegis, en ætla ekki að brenna mig á því að þurfa að henda fullt af bakkelsi…
-
Á aðventunni.
—
by
Mikið er ég leið yfir því hvað ég er löt að setja inn á bloggið mitt. Ég er alltaf að hugsa um það, en einhvern veginn er tíminn alltaf farinn í annað og þegar ég svo loksins sest til að pára eitthvað þá vantar bara algjörlega andagiftina. Þó mér finnist að tíminn hlaupi frá mér…
-
Fyrsti sunnudagur í aðventu.
—
by
Ég sá textann hérna fyrir neðan á Facebook hjá henni Karlottu minni en þar sem ekki eru allir á Facebook þá læt ég þetta fylgja hér ásamt mynd sem ég tók í morgun fyrsta sunnudag í aðventu 2009. Þetta sendi ég hér með því óskiljanlega neti internetinu, með góðri kveðju til allra minna vina. Ég kem mér…
-
Kominn laugardagur.
—
by
Já tíminn geysist áfram eins og honum einum er lagið og nú er bara vika þangað til aðventan gengur í garð. Ég er sem betur fer búin að drífa í að klára að búa til jólakortin og á bara eftir að skrifa á þau. Mér finnst það helst til snemmt, því ég vil hafa eitthvað jólalegt í…
-
Smá yfirlit síðustu viku.
—
by
Ég má nú ekki sýna svo glögg ellimerki eftir afmælið mitt, að ég hafi ekki einu sinni rænu á að færa í dagbókina mína. Það hefur alla vega verið nóg að gera svo ekki hefur mér leiðst. Það er kannski helst það, að ég viti ekki hvað ég á að velja úr til að skrifa um…