Author: Ragna
-
Energia og Fjalakötturinn – Ekki amalegt sama daginn.
—
by
Mikið er ég búin að eiga yndislegan afmælisdag. Kveðjunum rigndi inn á Facebook strax í morgun og símtölin og SMSin hafa hlaðist inn í dag. Um hádegið bauð Eddu Garðars mér í mat á uppáhaldsveitingahúsið okkar Energia í Smáralindinni þar sem við höfðum það svo huggulegt að við gleymdum okkur alveg, eins og okkur hættir nú reyndar…
-
Lífsspilið.
—
by
Nú hefur mér verið gefið enn eitt árið til þess vera með ástvinum mínum og fyrir það vil ég þakka. Ég er hef verið spurð hvort það sé ekki erfitt að vera komin á sjötugsaldurinn og bara ellin framundan. Ég hef hins vegar verið þakklát fyrir hvert afmæli sem ég hef átt og fundist það í raun forréttindi að…
-
Þennan fallega texta og hjarta
—
by
fékk ég sent frá henni Björk tengdamömmu Sigurrósar. Mér finnst þetta svo fallegt að ég bara varð að setja það hérna inn á síðuna mína. —————————————— Það kemur að þeim tímapunkti í lífi þínu að þú áttar þig á því,hver skiptir þig máli og hver ekki og líka, hver gerir það ekki lengur..og hver mun aldrei…
-
Vetrarfríið á Flúðum.
—
by
Eins og venja er, þá fórum við með Ásakórsfjölskyldunni í sumarbústað þegar vetrarfríið var í skólanum í síðustu viku. Við Guðbjörg lögðum upp snemma á fimmtudaginn áleiðis að Flúðum þar sem við fengum afnot af mjög fínum og vel búnum bústað. Haukur og Magnús komu svo síðdegis. Við fórum héðan í rigningu og roki og á Hellisheiðinni…
-
Í síðasta Kópavogspósti var þessi frétt
—
by
sem gleður ömmuhjartað og fær ömmu til þess að monta sig smá – enn og aftur.
-
Ha, Hani í bílskúrnum?
—
by
Haukur spurði mig einn morguninn hvort ég hefði heyrt hanagalið. Ég var viss um að nú væri hann enn með hugann við löngu dvölina í Danaveldi, þar sem úrval var að dýrum stórum og smáum. "Nei, ég heyri ekkert hanagal". Næsta dag sagði hann mér að koma að glugganum og spurði hvort ég heyrði það…
-
Hún Karlotta mín
—
by
vann í dag söngvarakeppni í skólanum sínum þar sem hún söng og spilaði á gítar svo ég mátti til með að setja þessa mynd inn, en hún var tekin s.l. verzlunarmannahelgi. Til hamingju Karlotta mín með árangurinn.
-
Ýmislegt á döfinni – ástæðulaust að láta sér leiðast.
—
by
Veðrið var svo fallegt í gær að okkur langaði til þess að skreppa eitthvað. Það varð svo úr eftir hádegið að við fórum á þjóðminjasafnið til þess að skoða gömlu ljósmyndirnar sem eru sýndar í Bogasalnum. Síðan lá leiðin upp í Perlu þar sem Haukur bauð upp á tertusneið og kaffi. Það var svo fallegt að…
-
Eitt skref í einu.
—
by
Ég lagði galvösk af stað með Hauki í morgun til þess að byrja í líkamsræktinni í Versölum. Ég bað um að fá prufutíma en það var enginn þjálfari laus til þess að kenna mér á tækin. Ég sagðist þá bara vilja fá að fara upp og skoða tækin sjálf því ég vissi í hvaða tæki ég mætti…
-
—
by
Það var mikið prjónað á Reykjalundi þó ég væri langt frá því að vera þar fremst í flokki. Ég prjónaði þó vesti á mig og hana nöfnu mína sem hér sést hæstánægð með vestið sem hún var að fá frá ömmu Rögnu.