Author: Ragna
-
Hvílíkar pælingar – tvisvar á ári.
—
by
Ég er svo sérvitur, að ég pakka vetrarfötunum mínum niður í byrjun sumars og tek upp sumarfötin mín. Í morgun var ég að laga til í skápunum mínum, pakka niður sumarfötunum og taka upp haust og vetrarfötin. Ég fór að velta því fyrir mér, að hérna áður fyrr gerði ég þetta aldrei. Ástæðan er held ég sú, að sumurinn voru einfaldlega ekki það…
-
Skemmtilegur misskilningur.
—
by
Fyrir síðustu helgi var hringt til mín frá Reykjalundi og mér tilkynnt að það væri komið að mér í meðferð þar og ég gæti komist að 1. september ef ég gæti komið þá. Þar sem ég átti m.a. tíma hjá tannlækni og fleira sem ég var búin að fastsetja, þá gekk þetta ekki með svona…
-
Einn áratugur.
—
by
Í dag er einn áratugur síðan Oddur Vilberg ömmustubburinn minn fæddist á menningarnótt 1999. Ég er svo lánsöm að fyrstu ár elstu barnabarnanna minna þá bjuggum við í sama húsi, svo amma fékk strax góða tengingu sem hefur haldist og helst vonandi alltaf. Ég fór með Oddi í klippingu í gærmorgun og þegar rakarinn spurði hvað hann væri gamall og hann…
-
Spuruli næturgesturinn.
—
by
Um síðustu helgi fengum við næturgest sem ekki hefur gist hjá okkur lengi. Þessi næturgestur er bara þriggja ára síðan í vor, en hann þarf allt að vita og fá skýringar á öllu. Oftar en ekki kemur hann með eitthvað í höndunum og spyr hvað þetta sé, þá reynir amma að skýra það út á…
-
Bara þessir venjulegu dagar – samt svo góðir.
—
by
Tíminn flýgur áfram eins og hann er vanur og maður svona rétt nær að hanga einhversstaðar í honum. Já það er svona með tímann að þrátt fyrir allar heimsins klukkur, þá fer hann ýmist of hægt eða hratt eftir atvikum. Þegar ég var barn þá hlakkaði ég svo til að verða fullorðin, en tíminn leið…
-
Hinsegin dagur.
—
by
það stóð til að við færum í grillveislu upp í sveit í dag, en veðurspá kom í veg fyrir að af þeirri veislu yrði. Það var því lítið planað fyrir þennan laugardag, sem spáð hafði verið sem rigningardegi. En viti menn, það fór bara að birta til um hádegið og við ákváðum að láta nú…
-
Þankar í byrjun ágúst.
—
by
Ekki hefði mig grunað að heilt sumar hér á Íslandi gæti verið svo sólríkt að það væri bara ekki hægt að vera inni að pikka inn á tölvuna sína eða annað og á mörkunum að maður nenntii yfirleitt að gera nokkur inniverk. Af því ég treysti nú alltaf á forsjónina, þá er ég þess fullviss að hún…
-
Á Snæfellsnesið.
—
by
Það gerðist nokkuð óvænt í síðustu viku að ég var bara allt í einu búin að kaupa hálft fellihýsi. Mig hefur lengi dreymt um slíkt til þess að geta skoðað landið frjáls eins og fuglinn fljúgandi og allt í einu varð þetta bara að veruleika. Guðbjörg og Magnús Már eiga heiðurinn að því, þau sáu…
-
Svo gaman að vera til.
—
by
Enn ein vikan hefur liðið af þessu yndislega sumri. Ég man eftir ýmsum góðviðrisdögum í gegnum tíðina, en ég man ekki eftir því á allri ævi minni að hafa upplifað svona langan kafla með slíku góðviðri sem við höfum fengið að upplifa hérna á suðvesturhorninu í sumar. Ég má heldur ekki gleyma því hvað við vorum heppin með…
-
Hvílíkir dýrðardagar.
—
by
Ég var komin út í göngutúr klukkan níu í morgun og naut þess að ganga um í þessari einstöku veðurblíðu. Þennan klukkutíma sem ég var á göngu þá mætti ég aðeins einum manni sem var á hjóli. Hinsvegar hopppaði Lóa með mér þó nokkurn spöl þegar ég gekk eftir landamærastígnum (milli Breiðholts og Kópavogs) Hún var ekki…