Author: Ragna
-
Dagur fjögur.
—
by
Ég svaf ekki vel í nótt og kenni rúminu um, en núna er ég búin að fá eggjabakkadýnu ofan á og annan mýkri kodda. Prinsessan á bauninni verður að láta fara vel um sig. Það hnussaði í fullorðnu starfsstúlkunni sem kom með eggjabakkadýnuna og hún sagði að ég væri nú með dýrustu dýnuna og hún…
-
Dagur fjögur.
—
by
Eins og síðustu daga byrjaði ég á köldu bununum og skaust svo í morgunmatinn. Ég hef enn ekki fengið þann kjark að mæta með myndavél og taka mynd af þessu bunustandi, en koma tímar og koma ráð. Eftir morgunmatinn var ég kölluð í línurit svo ég skaust aftur þessa 300 metra til að mæta…
-
Dagur þrjú.
—
by
Ég var hálf pirruð í nótt – eða eigum við að segja ferlega pirruð því útvarpsvekjaraklukka sem var hérna á náttborðinu hjá mér tók upp á því að senda út eitthvert urg sem kom í tvígang og hætti svo, kom svo aftur eftir einn eða tvo klukkutíma, nóg til þess að ég var yfirleitt nýsofnuð…
-
Dagur tvö.
—
by
Mætti í morgunmat og borðaði minn hafragraut. Ég sá að þeir sem voru á undan mér voru veraldarvanir hér og gengu á röð af krúsum og stráðu hörfræjum, sólblómafræjum, hveitiklíði og fleiru út á grautinn sinn. Ég gerði því það sama og viti menn þetta var bara alveg stórfínt. Svo hitti ég doktorinn. Ég var…
-
Kæra dagbók – Dagur eitt.
—
by
Jæja þá erum við komin í nýtt umhverfi tölvan mín og ég og báðar fullar áhuga að taka nú vel á því og vera duglegar. Það var komið ágætisveður um hádegið þegar ég ók úr Kópavoginum beint í Sæluríkið í Hveragerði. Mér hefði ekki litist á að fara akandi í gær í ófærðinni en eins…
-
Komið að því.
—
by
Þá hefur enn ein vikan flogið hjá og nú eru búin þrjú af þeim fjórum afmælum sem eru í fjölskyldunni í marz. Guðbjörg mín átti afmæli í dag og þá er bara hann nafni minn eftir í næstu viku, en þá verður amma komin á fullt í að yngja sig upp í Hveragerði. Á þriðjudaginn var ég…
-
Fyrir 12 árum.
—
by
Í dag eru 12 ár frá því að mér hlotnaðist sú gleði og heiður að verða amma í fyrsta sinn. Ég er auðvitað montin af ömmustelpunni minni henni Karlottu því hún er svo efnileg stúlka sem stendur sig vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er talsverður áfangi að verða 12 ára, a.m.k.…
-
Næturgesturinn.
—
by
Það er alltaf gaman að fá gesti og enn skemmtilegra er að fá næturgesti. Við fengum einn slíkan sem var hjá okkur síðasta sólarhringinn og höfðum mikið gaman af. Hann var nú ekki hár í loftinu þessi næturgestur og var því svo forsjáll að koma með sitt eigið rúm til þess að vera ekki settur…
-
Lífsgleðin og matreiðslan.
—
by
Enn einu sinni er komin helgi og sú síðasta varla liðin. Stundum skelfir það mig hvað tíminn líður svakalega hratt. Vonandi liður hann líka hratt hjá mér í dekrinu í Hveragerði, en þangað fer ég eftir viku. Ég er svona að byrja að finna til það sem þarf að hafa með sér. Íþróttaföt og íþróttaskó…
-
10. marz.
—
by
Til hamingju með afmælið elsku litla nafna mín. Í dag 10. marz er rétti afmælisdagurinn hennar Rögnu Bjarkar, en hún hélt upp á afmælið sitt um helgina. Þessi litla hnáta, sem á svo auðvelt með að bræða hjarta ömmu með fallega brosinu sínu og skemmtilegheitum er nú orðin tveggja ára. Amma og afi senda henni sínar…