Author: Ragna

  • Að trúa á almættið eða ekki.

    Það voru miklar umræður á Facebook einn daginn í vikunni, þegar eftirfarandi spurningu var varpað þar fram. "Finnur þú einhverntíma til sorgar, reiði eða óánægju yfir því að Gvuð sé ekki til?Hér merkir Gvuð, yfirskilvitlegt, almáttugt, algott og alviturt máttarvald sem hefur skoðanir á því hvernig menn hugsa og hegða sér. …." Mér fannst svo sorglegt við…

  • Í afmælisveislu Rögnu Bjarkar.

    Mikið finnst mér alltaf gaman að fara á mannamót og í dag var eitt slíkt þegar það var haldið upp á afmælið hennar Rögnu Bjarkar í Arnarsmáranum.  Sjálft afmælið er nú ekki fyrr en 10. marz og þá verður mín tveggja ára. Nú er sko komið að öllum marzafmælunum í fjölskyldunni.  Ragna Björk er fyrst þann 10. marz, síðan…

  • Vinir.

    Ég sit hér og bíð eftir símtali frá minni bestu vinkonu sem ætlar að hitta mig á á kaffihúsi á eftir og ég velti því fyrir mér hvað það er dásamlegt að eiga trausta og góða vini sem hafa gengið í gegnum lífið með manni allt frá barnæsku og eru alltaf til taks. Það er…

  • Ein af þessum góðu helgum.

    Eftir hádegi á  laugardaginn var svo yndislegt veður að við Haukur fórum í langan göngutúr. Þetta er það lengsta sem ég hef getað gengið síðan ég fékk í bakið, og lofar það góðu um framhaldið.  Um kvöldið fengum við svo stelpurnar hans Hauks og tvo afastráka í mat og áttum með þeim mjög skemmtilega kvöldstund. Sigurrós hringdi…

  • Helgarkveðja.

    Í morgun var hringt og lítil rödd sagði á hinum endanum "Amma, má ég koma ?" Auðvitað var svarað játandi og þá var spurt  " Amma, er afi vaknaður?" Þegar öllum spurningum hafði verið svarað játandi var kvatt og amma og afi biðu í eftirvæntingu eftir að dyrasíminn hringdi og litli herramaðurinn sem hafði hringt…

  • GETUR ÞÚ LÆRT AÐ VERA HEPPIN?

    Neðangreindan texta fékk ég í tölvupósti frá Fréttabréfi Hugbrots (smellið til að sjá fréttabréfið).  Í tölvubréfinu var líka boðið upp á að kaupa geisladisk sem nefnist Töfrastund.  Ég er búin að panta hann og segi ykkur kannski frá efni hans þegar ég hef klynnt mér það.  Ég hef ekki hugmynd um það af hverju ég fékk þetta sent, en þar sem…

  • Öðruvísi helgarkveðja.

    Ég var að taka til í tölvunni áðan og rakst þá á þennan texta sem Sigurrós hefur einhvern tíman sent mér. Er ekki alveg tilvalið þegar konudagurinn er nú um helgina, að senda öllum pöbbum þessa kveðju svona til umhugsunar.   Hann var í fríi og lá í landi að leysa af heima var enginn vandi,…

  • Strengjabrúða.

    Nú hef ég fengið að prufa það í fjögur skipti að vera í strengjabrúðuhóp.  Eini munurinn á okkur í þessum litla hóp og strengjabrúðunum sem við sjáum stjórnað í brúðuleikhúsunum er sá, að við stjórnum strengjunum sjálfar eftir kúnstarinnar reglum og stjórnandinn fylgist með að allt sé rétt gert. Þarna liggjum við á dýnum með ólar um…

  • Að láta sér ekki leiðast.

    Já það er óþarfi að láta sér leiðast, því það er alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt til að gera, ef maður bara nennir að hafa sig eftir því.  Það þarf ekki alltaf að vera neitt merkilegt eða kosta mikið. Oft er bara ágæt tilbreyting að skreppa t.d. í Kolaportið.  Þetta gerum við alltaf öðru…