Author: Ragna
-
Friðarsinni.
—
by
Hversu reið sem ég er og hversu mikið sem ég hugsa um það sem er að gerast í þjóðlífinu okkar núna og fylgist með fréttum af atburðum, þá sannfærist ég meira og meira um að ég er og hef líklega alltaf verið friðarsinni. Ég hef frá því að ég var barn forðast að vera þar…
-
Piparkökudagurinn – Það er svo gaman að vera saman.
—
by
Ég er svona óvenju snemma farin að jólast að þessu sinni, byrjuð að baka smákökur og í dag höfðum við mæðgur okkar árlega piparkökudag, að þessu sinni hjá Guðbjörgu. Mikið var gaman að fylgjast með þeim Ragnari og Rögnu Björk, sem fengu auðvitað deig til þess að búa til kökur úr, en einhverra hluta vegna hvarf alltaf deigið þeirra…
-
Arg og garg
—
by
Ég er búin að sitja hérna og eyða allt of löngum tíma í að skrifa færslu um þrjú atriði sem ég byrjaði á að taka mér fyrir hendur í gær og öll fóru út um þúfur. Ég hélt nú að máltækið væri "Allt er þá þrennt er" en þegar ég ætlaði að fara að smella á að staðfesta færsluna…
-
Vikunni
—
by
lauk á alveg einstaklega skemmtilegan hátt í dag þegar við afkomendur mömmu minnar í kvenlegg, það er að segja þær sem eru orðnar 10 ára og eldri hittumst, að þessu sinni hérna hjá mér. Reyndar fékk einn fjögurra mánaða herramaður undanþágu að vera með okkur vegna þess hvað hann er háður móður sinni, sem geymir alla hans…
-
Hið eiginlega ríkidæmi.
—
by
Þakka ykkur öllum fyrir afmæliskveðjurnar. Það er svo notalegt að fá góðar kveðjur frá góðum vinum. Ég hef haft það ósköp notalegt og gott í dag og svo bauð Haukur mér rosa fínt út að borða í kvöld, en það gerir hann yfirleitt alltaf á afmælisdaginn minn. Ég frestaði því þess vegna til morguns, að fá dæturnar,…
-
Stóra gjöfin.
—
by
Sumir þurfa enga aðra ástæðu til að vera glaðiren bara þá staðreynd að vera til. Mér virðist það alveg nægjanleg ástæða. Þess vegna er ég þakklát fyrir lífið sem mér var gefiðog ætla að fara eins vel með það og mér er unnt.
-
Mótmæli eða skrílslæti.
—
by
Í gær fóru fram mótmælafundir á tveimur stöðum í höfuðborginni okkar. Í Iðnó var saman kominn fjöldi manns, sem var heitt í hamsi vegna hins hörmulega ástands í þjóðfélaginu og fólk krafðist svara stjórnmálamanna. Fólk vildi fá svör og það setti fram spurningar sínar á skeleggan hátt. Þrátt fyrir hita í salnum þá heyrðust bæði spurningarnar…
-
Skortur á munaði?
—
by
Þessi risafyrirsögn var í Mbl. á þriðjudaginn og einhverra hluta vegna varð ég reið. Ef það er aðeins skortur á munaði sem við þurfum að hafa áhyggjur af þá þurfum við hreint ekki að hafa neinar áhyggjur. Mér, sem er líklega bara gamall nöldurseggur, finnst persónulega allt í lagi þó vöruúrvalið minnki í búðunum. Óhófið…
-
Sæludagar í Skyggniskógi.
—
by
Tralla,la, Ég komst sem betur fer í vetrarfríið með Ásakórsfjölskyldunni á fimmtudaginn. Þessar myndir tók ég út um gluggann á leiðinni austur. Efri myndin er af Hellisheiðarvirkjun, en sú neðri er tekin er við nálguðumst Skyggniskóg. Eins og sést á myndunum var guðdómlegt veður seinni partinn á fimmtudaginn þegar við Guðbjörg ókum austur ásamt krökkunum. Það…
-
Bjartsýni.
—
by
Enn einn fallegi dagurinn, sem lætur okkur gleyma öllum leiðindum, hefur nú litið dagsins ljós. Heiðblár vetrarhiminn svo langt sem augað eygir – ekki amalegt það. Ég er að fara til lungnalæknis í dag og vona að hann finni út úr blóðþrýstingsruglinu og astmanum, sem ekki vill gefa sig. Það er nefnilega tímabært að fara að sigrast…