Author: Ragna
-
Að gefnu tilefni. – Endilega farið yfir VISA yfirlitin.
—
by
Mig langar til að benda ykkur á að fara mjög vel yfir VISA yfirlitin ykkar og athuga hvort þar er eitthvað sem þið kannist ekki við. Ég nota VISA kortið mitt mjög lítið en þó aðallega þegar ég ferðast erlendis. Ástæða þess að ég vara ykkur við er sú, að ég fékk VISA-yfirlit um síðustu…
-
Gaman að spjalla,
—
by
en hvar skal setja mörkin? Ég hló mig alveg máttlausa að lítilli fréttaklausu sem ég las í morgun. Ekki síst var mér hlátur í huga þar sem eg hafði einmitt heimsótt mína bestu vinkonu í gær eftir að við höfum ekki sést í þó nokkurn tíma og gat því vel sett mig inn í málið. Fréttaklausan…
-
Heimapúkar í dagsferð.
—
by
Já það hafa sjálfsagt verið ýmsir púkar á ferð þessa verzlunarmannahelgi og hafa þeir sem ekki fóru á útihátíðir en flökkkuðu þess í stað um höfuðborgina, verið kallaðir innipúkar. Við viljum hinsvegar telja okkur til Heimapúkanna því við nutum þess að vera hérna heima í Kópavoginum og höfðum það huggulegt og fengum á laugardaginn dætur Hauks…
-
Einstök veðurblíðan í höfuðborginni.
—
by
Það er ekki oft sem mælar í höfuðborginni sýna 31° hita og sömuleiðis hitamælirinn í bílnum mínum, en þannig var það á miðvikudaginn. Veðurstofan vildi þó ekki gefa upp nema rúmlega 26 gráður en hver svo sem rétta hitatalan var, þá var veðrið verið alveg ótrúlega gott og er reyndar enn. Í fyrradag fórum við Haukur ásamt…
-
Að vera snöggur að framkvæma.
—
by
Stundum gerum við eitthvað nánast alveg fyrirvaralaust. Þannig atvikaðist það að við fórum austur á Borgarfjörð í síðustu viku. Systir Hauks sem þar hafði verið ein í nokkra daga hringdi í bróður sinn og sagði okkur endilega að koma því veðrið væri alveg frábært og svo væri gott að fá félagsskap. Við létum ekkert dekstra…
-
Fuglinn floginn!
—
by
Þá er fuglinn floginn úr hreiðrinu sínu á sólríkari slóðir! Þó ekki út fyrir landsteinana, heldur þvert yfir landið á hina veðursælu austfirði. Heyrumst síðar!
-
Hversdagurinn.
—
by
Það rignir í dag, rigndi í gær og rignir víst enn á morgun. En það angrar mig bara ekkert þó það rigni þessa vikuna því við höfum verið svo heppin með veðrið undanfarið að það er óþarfi að kvarta þó við fáum nokkurra daga rigningu. Ef rigningin fer hinsvegar að gera sig heimakomna hér, kannski fram…
-
Hún Sigurrós mín
—
by
fæddist þennan dag fyrir 29 árum. Það var þó nokkur fyrirhöfn að eignast hana Sigurrós Jónu en það er fyrirhöfn sem ég hef aldrei séð eftir að hafa gengið í gegnum. Í byrjun meðgöngu leit út fyrir að ég bæri tvíbura undir belti og okkur hjónunum þótti það bara nokkuð spennandi. Ég var því send…
-
Úr einu í annað.
—
by
Ég ætla nú að byrja á því að segja frá því að við skruppum á eldriborgara dansleik á sunnudagskvöldið. Mikið er ég fegin að skemmta mér jafn vel með eldri borgurum og yngri borgurum. Möguleikarnir á góðri skemmtun eru nefnilega miklu meiri með þeim eldri . Við hittum þarna nokkra vini okkar úr dansinum og skemmtum okkur…
-
Litli spekingurinn.
—
by
Hann litli nafni minn sem varð tveggja ára í lok mars, er alveg ótrúlegur spekingur og maður er oft gáttaður á því hverju hann er að velta vöngum yfir. Þegar við vorum með þeim úti í Danmörku sagði pabbi hans mér, að einu sinni sem oftar þegar hann undirbjó þann stutta fyrir svefninn og fór með Faðirvorið…