Sigurrós skrifar:
Fyrir ykkur sem ekki eruð á Facebook, þá er mamma komin inn á sjúkrahótelið og við erum öll alsæl með það! 🙂 Nú ætlar hún að reyna að safna kröftum og einbeita sér að batanum og vonast til að geta síðan farið að hafa almennilega samskipti við umheiminn á nýjan leik. Hún var ekki komin með fartölvuna til sín í dag enda ekki fullkomlega með orkuna til að vera lengi við tölvuna, en ég býst nú samt við því að hún láti eitthvað í sér heyra hérna þegar heilsan fer betur upp á við.
Komin á sjúkrahótel 🙂
—
by
Leave a Reply