GLEÐILEGT SUMAR ættingjar og vinir.

Enn á ný heilsar sumarið og minnir okkur á að
við eigum í vændum birtu og yl hvað sem öllu öðru líður.
Mér finnst alltaf sumardagur fyrsti vera dagur vonar,
vonar um betri tíð með blómum í haga og brosandi börnum að leik.

Ég á líka yndislegar minningar um þennan dag sem
hann pabbi minn fæddist á fyrir 101 ári, en þá fæddist
hann einmitt á sumardaginn fyrsta svo það var alltaf
hans afmælisdagur upp frá því hvort sem 23. apríl
bar upp á þann dag eða ekki.

Njótum alls þess fallega sem sumarið færir okkur
og látum birtu sumarsins lýsa upp skugga vetrarins.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Myndin er tekin af pallinum mínum í Sóltúninu.

gardur1.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to GLEÐILEGT SUMAR ættingjar og vinir.

  1. Svanfríður says:

    Gleðilegt sumar Ragna mín og takk fyrir veturinn.

  2. Anna Bj. says:

    Gleðilegt sumar, Didda mín, og takk fyrir veturinn. Mikið er þetta falleg mynd og vonandi förum við að sjá mikið af fallegum blómum úr þessu. B.k.

Skildu eftir svar