Kotasælubollur

Kotasælubollur.

góðar  t.d. með súpum og auðvitað líka einar sér.

 

Efni: Aðferð:  Hnoðað í hnoðskál.

12 dl. hveiti
1 tsk. Salt
1 tsk. Sykur
1 bréf þurrger
½ lítri mjólk
3 msk. Matarolía
Lítil dós kotasæla.

Mjólkin er hituð þar til hún er fingurvolg.Hveiti og salt sett í hnoðskál, pressugerinu stráð yfir. Olíu, kotasælu og volgri mjólkinni hellt yfir og strax hrist í góða stund svo deigið hnoðist vel saman. Þegar það fer að detta með þunga á milli í skálinni er rétt að kíkja í skálina. Þegar allt er hrist vel saman, er skafið  innan úr skálinni og myndað eitt deig í botninn. Ef deigið er á þessu stigi mjög blautt, má strá aðeins hveiti yfir og hrista aftur. Annars er betra að deigið sé aðeins blautt því þá verða bollurnar mýkri.
 Lokið er nú  sett á skálina aftur og hún látin standa í volgu vatni þangað til deigið hefur lyft sér. Lokið á skálinni á að losna upp, við þrýstinginn þegar deigið er fullhefað.  
Mótið bollurnar – einnig er hægt að hnoða þeim saman svo þær myndi einn stóran brauðhleif.Bakað í ca. 15 mínútur við 200° C.