Fiskisúpa Eddu systur

 

 

2 dósir Hunt´s Diced Tomatoes. 
(Gott að kaupa tómatana kryddaða með  Basil, Garlic & Oregano. annars er í lagi að kaupa hvaða niðursoðna tómata sem er og krydda sjálfur ef þeir eru ókryddaðir).

400 gr. Rjómaostur

4 msk. Oscar humarsúpukraftur eða fiskikraftur

2 tsk. Hvítlauksduft

Oregano eftir smekk ( gott að nota frekar mikið af því)

2 tsk. Grænmetiskraftur

6 bollar vatn og 4 dl. Rjómi/matreiðslurjómi/kaffirjómi/mjólk

(Ég hef notað matreiðslurjóma.)

Síðast fiskur:

t.d. 500 gr. Rækjur og 700 ?800 gr. Lax og humar sem fæst frosinn skelflettur í pokum. (Þetta er það sem Edda hefur í sína súpu) annað sem má hafa er, Rækjur, humar, kræklingur, hörpuskelfiskur eða lúða.

Aðferð:

Það er öllu blandað saman í súpuna nema fiskinum. Fiskurinn er vel beinhreinsaður, skorinn í litla bita og geymdur hrár í ísskáp á meðan súpan er löguð. Í lokin er fiskurinn (ásamt rækjum/humri) færður yfir í heita súpuna en hann soðnar á svona ca. 2 mínútum. Gott að krydda súpuna aðeins með karrý í restina. Smakka bara vel til.

Með þessu er gott að bera fram hrásalat og brauð + pesto