Gúrku- skyrhlaup

Efni:

1 bolli skyr

1 bolli majónes

½ agúrka

1 lítill laukur

1 pk. Jelló hlaup (sítrón)

Þetta er mjög ferskt og gott hlaup sem er tilvalið með ýmsum smáréttum eða eitt og sér t.d. í saumaklúbb o.fl.

Aðferð:

Skyrið hrært ásamt majónesi. Agúrka og laukur rifið niður og bætt saman við skyrhræruna. Hlaupið leyst upp eftir tilsögn á umbúðum og því síðan hellt saman við blönduna. Hella þessu í hringform og láta stífna í ísskáp.

Ritzkexi stungið í hringinn til skrauts og einnig borið með .