Hollustu – Döðlu og bananabrauð

200   gr. döðlur
2,5 dl. heitt vatn
2 stk. stappaðir bananar
1 tsk. vínsteinslyftiduft   
1 tsk. matarsóti
½  tsk. sjávarsalt     
150     gr. spelt
150     gr. sigtað spelt
2   stk. egg
2    matsk. olía
1    tsk. vanilludropar 

Aðferð:

Vatnið sett í pott og döðlurnar brytjaðar settar út og suðan látin koma upp látið aðeins slá af þessu. Þurrefnunum blandað saman vökvanum hellt út í og öllu hrært saman. Sett í aflangt form og bakað í 40 min. við 200°.