Skinkuhorn

Efni:

100 gr. Smjör

½ ltr. Mjólk

1 pk. Þurrger

60 gr. Sykur

½ tsk. Salt

800 gr. Hveiti

Fylling:

Smurostur m/ skinku (skinkumyrja)
Gott að kaupa 2 box en tæp 2 box fara í hornin.

Egg til að smyrja með (eitt á að duga) og birkifræ.

Það er mjög gott að eiga nóg af þessum hornum, ekki síst um jól J

 

Aðferð:

Velgja mjólk og smjör í ca. 37° Ég set hveitið í hnoðskál, set sykurinn og saltið ofaná í skálinni og strái síðan þurrgerinu yfir.  Síðan helli ég 37°heitri mjólkinni með brædda smjörinu yfir það sem komið er í skálina. Lokið sett á strax og þetta hrist vel saman. (Mér finnst deigið alltaf mátulegt svona, en ef það skyldi vera of þurrt þá má bæta aðeins volgri mjólk í það en gera það mjög varlega svo það verði ekki of blautt.) Deigið er látið hefast í skálinni sem er látin standa  í eldhúsvaskinum í heitu vatni  í ca. 30 mín. eða þar til lokið lyftist.

Næst er deigið skafið með sleikju innan úr skálinni og hnoðað mjög létt saman, síðan er því skipt í 8 hluta. Hver hlutur er síðan flattur út í stærð B á Tupperwaredúk. Smurostur settur með skeið á hvern part (8 partar) og rúllað upp. Smurt með eggi og birki stráð ofaná.

Bakað í ca. 11 mínútur miðað við 2 plötur í einu á blæstri. Hitinn í 180°