Fiskréttur ráðherra

Steikja saxaðan lauk, papriku og sveppi í léttolíu litla stund. Roðflett ýsuflök sett í eldfast fat, vætt með sítrónusafa og kryddað. Steikja grænmetið og það sett ofan á.

Gott að hella 1 ? 2 hrærðum eggjum og jafnvel smávegis léttmjólk yfir.

Tilvalið að skera niður eða raspa ostaafganga og strá yfir réttinn.

Bakað í ofni þar til fiskurinn er tilbúinn og osturinn bráðinn.

Borið fram með hrísgrjónum, brauði og salati eða kartöflum.