Spínatbaka

 

1 pakki smjördeig t.d. Findus
300 gr. Spínat – helst ferskt.
200 gr. Fetaostur1 búnt steinselja
2 blaðlaukar
2 egg
1 bolli olívuolía.  
(Þessa hef ég ekki gert en set hérna inn svo hún týnist ekki)
Taka smjördeigið úr frysti klukkustund fyrir notkun.
Blanda saman spínati, feta, steinselju, blaðlauk og eggjum. Setja þrjú lög af smjördeigi í botninn á eldföstu móti, pensla vel með olíu á milli laga.
Síðan kemur fyllingin og aftur þrjú lög af smjördeigi.
Bakað í 40 mínútur við 200°