Fiskréttur nafnlaus

Fiskréttur, sem ég hef klippt út úr blaði.
Mælt er með því að nota það grænmeti sem finnst í ísskápnum. 

2 ýsuflök
8 brauðsneiðar
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
1 Askja sveppir
10 gulrætur
½ askja rjómaostur
1 hvítlauksostur
½ ltr. Matreiðslurjómi
20 sneiðar af 26% gouda osti (eða rifinn ostur)
Púðursykur.

Brauðið er skorið í teninga, sem eru ristaðir á pönnu með örlítilli ólífuolíu og smá hvítlauksdufti. Teningarnir settir neðst í eldfast mót.
Næst er laukur og grænmeti saxað frekar smátt, brúnað á pönnu og smá púðursykri stráð yfir í restina. Osti og rjóma bætt út í og bakað upp.
Fiskurinn er skorinn í litla bita og dreift jafnt yfir brauðteningana.
Næst er rjómalagaða grænmetisjafningnum hellt yfir og ostsneiðarnar (eða rifinn ostur) sett ofaná.
Bakað í ofni í ca. 20 mín.
Borið fram með góðu hrásalati.
t.d. rifnum rófum gulrótum o.fl. eftir smekk.