Krabbakrás með aspas og ostafrauði.

Efni:

100 gr. Majónes

1 msk. chilisósa

½ tsk. Salt

¼ tsk. Paprikuduft

1 ½ msk. sítrónusafi

½ dl. Rjómi

250 gr. Frosið krabbakjöt

frá Snæfiski. Einnig má bæta við öðrum skelfiski og e.t.v. rækjum

6 sneiðar franskbrauð eða heilhveitibrauð

½ dós niðursoðinn aspas

aspassoð

3 eggjahvítur

75 gr. Rifinn ostur

Aðferð:

Majonesi og Chilisósu hrært saman. Kryddað með salti, paprikudufti og sítrónusafa. Rjómanum blandað saman við. Krabbakjötið skorið í hæfilega bita og blandað í majónesblönduna. Skorpurnar skornar af brauðsneiðunum og brauðið rifið í smurt eldfast mót. Bleytt í brauðinu með dálitlu aspassoði. Aspasbitunum raðað ofan á brauðið og krabbablöndunni smurt ofaná. Eggjahvíturnar stífþeyttar og rifna ostinum blandað saman við og þessu smurt ofan á krabbablönduna.

Bakað í 200°heitum ofni í 10 mín.