Hafrakex mömmu

Efni í hafrakexið: Aðferð:
4 bollar  Haframjöl
2 bollar  Hveiti
1 bolli    Sykur
2 tsk.     Lyftiduft
1/2 tsk.  Hjartasalt
1/2 tsk.  Sódaduft
250 gr.  Smjörlíki
1 bolli    Mjólk.
Þetta er hnoðað deig: Þurrefnunum blandað saman í skál, smjörlíki mulið og hnoðað saman við, vætt með mjólkinni.

Deigið er flatt út og skorið eftir móti í litlar kökur, pikkað og bakað við 200 ° þar til það er fallega ljósbrúnt.