Skyrterta Eddu Jóns

Efni:

1 pk. Snap Jack m/ súkkulaði.

1 egg

1 ¼ dl. Sykur

1 tsk. Vanilludropar

250 gr. Skyr

2 ½ dl. Rjómi

Jarðaber, bláber

eða annað til skrauts

Þetta má auðveldlega útbúa og geyma í ísskáp í 2 ? 3 daga eða frysta í lengri tíma.

Aðferð:

Mylja kexið vel og helmingurinn settur í bökunarform. Hitt bíður. Eggið, sykurinn, vanilludroparnir og skyrið hrært vel saman. Þeyttum rjómanum blandað í.

Helmingurinn af kexinu er komið í form, síðan er helmingurinn af skyrblöndunni settur yfir kexið. Þá kemur restin af kexinu og loks restin af skyrblöndunni. Skreytt með einhverskonar ávöxtum. Kæla vel. Má frysta.