Kjöthringurinn góði

 Kjöthringurinn:
½ kg. nautahakk
1 bolli haframjöl
1 bolli tómatsósa
¾ bolli saxaður laukur
2 egg
2 tsk. salt
¾ tsk pipar

Aðferðin:

Hita ofninn í 180 gráður
• Allt hráefni hrært saman í hrærivél og sett í eldfast mót eða hringform.
• Bakað í ofnskúffu með vatni í u.þ.b. 1 ½ klst eða þar til hann er við það að brenna að ofan.
• Borið fram með kartöflustöppu, tómatsósu og soðnu spaghettí.

Kartöflumús:
400 gr stórar, soðnar kartöflur
10 g smjörlíki
1 – 1 ½ dl mjólk
örlítið salt og kannski smá sykur.