Súpa – Mexicosupa – einföld og góð.

 Mexicosúpa  TORO plús.
SÚPAN:
1 poki Mexico súpa frá Torró
2 kjúklingabringur
2 stk sætar kartöflur
1 dós eða krukka Taco sósa (salsa sósa)
Meðlæti:
Nachos snakk
Sýrður rjómi
Rifinn ostur.

AÐFERÐIN: 
Kjúklingurinn skorinn niður í bita og steiktur með pipar og mjög litlu salti. Toro-súpan er elduð eins samkv. leiðbeiningum á pokanum. Þegar súpan er farin að sjóða þá er salsasósan sett út í. Sætu kartöflurnar eru flysjaðar, skornar niður í teninga og látnar út í. Síðan er kjúklingnum bætt út í.  Súpan er látin sjóða í um 20 mínútur eða þangað til að sætu kartöflurnar eru orðnar alveg mjúkar.
Súpan er síðan borin fram ásamt nachos sem hver og einn getur mulið í súpuna, sýrðum rjóma og osti, eftir vali og smekk hvers og eins. 

Einnig getur verið gott að bera fram hvítlauksdbrauð eða snittubrauð.