Heit eplakaka m/marsipan og Toblerone.

 

3 – 4 afhýdd epli
7 stórir Tobleronetindar
100 gr. Konfektmarsipan,
Deigið :
2 egg
2 dl. Sykur
2 dl. Hveiti
1 tsk. Lyftiduft.
Eplin skorin smátt og sett í smurt eldfast form.Tobleronið brytjað niður  og sett yfir eplin í forminu. Konfektmarsipanið rifið yfir.
Deigið:
Egg og sykur þeytt vel saman. Hveiti oglyftidufti hrært varlega saman við. Hellt yfir fyllinguna í forminu og sykri og kanil stráð yfir.
Bakað við 180° í ca. 30 mín.
Borið fram með rjóma eða ís.