Konfekteplakaka


 

Efni: Aðferð:
Fylling í botninn:
4 stór epli
Ca. 11/2  – 2 lengjur af Toblerone súkkulaði
litlu stykkin.
170 gr. Konfektmarsipan. 

Í deigið sjálft fara:
3 egg
3 dl. Sykur
3 dl. Hveiti
1 ½ tsk. Lyftiduft.

Fyrst eru eplin skræld og skorin í litla bita og sett í borninn á eldföstu formi.
Súkkulaðið brytjað niður og sett yfir eplin í forminu.
Að lokum er Konfektmarsipanið rifið niður (m/ grófu rifjárni) og dreift yfir.

Deigið sjálft:  Egg og sykur er þeytt saman í kvoðu. Hveiti og lyftidufti er síðan blandað varlega saman við og deigið síðan sett yfir í forminu. Gott að strá kanelsykri yfir.

Kakan er bökuð í 180° heitum ofni í 30 mínútur.

Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.