Brúnkaka

Efni:

1 Egg

150 gr. Púðursykur 1 ½ dl.

50 gr. Smjörlíki

175 gr. Hveiti 2 ½ dl.

1 tsk. Sódaduft

2 tsk. Kanill

1 tsk. Negull

1 tsk. Engifer

½ tsk. Allrahanda

2 msk. Kako

1 ½ dl. Súrmjólk

Döðlur eða rúsínur eftir smekk.

Aðferð:

Egg og sykur þeytt saman, smjörlíkið hálfbrætt og hrært samanvið. Síðan er þurrefnunum blandað í ásamt döðlum/rúsínum.

Bakað við 170°í ca. 50 mínútur.

Þessi kaka er ódýr og mjög góð.

Ágætt að baka í 2 litlu formunum og frysta annað.