Fjólukaka óbökuð (fryst)

100 gr. smjör

1 bolli haframjöl

½ bolli púðursykur

½ bolli kornfleks

½ bolli kókósmjöl

½ bolli saxaðar döðlur

Þetta allt er sett í pott og hitað við lítinn hita í ca. 10 mín.

Súkkulaðirjómi:

50 gr. súkkulaði, brætt

3 eggjarauður

4 msk. Flórsykur

1 peli þeyttur rjómi.

Aðferð:

Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, síðan er bræddu súkkulaðinu ? ekki of heitu ? bætt út í og síðast þeytta rjómanum blandað saman við.

Kæla súkkulaðirjómann ? hrært í við og við. Þegar jukkið er orðið kalt þá er súkkulaðirjómanum bætt saman við ? allt sett í form og fryst. Kakan er borin fram frosin.