Kryddbrauð frá Önnu í Saumó.

Efni
Aðferð:
4 dl. Haframjöl
3 dl. Hveiti
3 dl. Púðursykur (sykur)
6 dl. Súrmjólk eða AB mjólk
2 tsk. Lyftiduft
2 tsk. Kanill
2 tsk. Negull
2 tsk. Kakó
2 tsk. Matarsódi.

 

Öllu blandað saman með sleif, nægir í 2 brauð. Bakað við 175°c í ca. 45 mín.

 

Ágætt að tvöfalda uppskriftina og láta þá 1 ltr. af súrmjólkinni duga. Ekki spyrja mig af hverju það er – þetta sel ég ekki dýrara en ég keypti  en það virkar.