Fljúgandi kjúlli

Þessi uppskrift kom fljúgandi til mín með E-mail í einhverjum uppskriftaleik.

Fljúgandi Jakob

1 kjúklingur
1 tsk kjúklingakrydd
1 tsk salt
1/2 tsk sítrónupipar
3/4 dl chilisósa
3 msk tómatsósa
1 1/2 dl kaffirjómi
1/2 dl salthnetur (má sleppa)
1 1/2 banani (má sleppa)
6-7 sneiðar beikon

1. Kjúklingurinn er þveginn, þerraður og hlutaður í sundur. Bitunum er raðað í eldfast mót og þeir kryddaðir og síðan bakaðir í ofni við 200°c í 30 mínútur. Gott er að ausa safanum sem kemur í mótið yfir bitana einu sinni til tvisvar meðan á steikingunni stendur.
2. Klippið beikonið í litla bita og steikið það vel á heitri pönnu og færið það síðan upp á tvöfaldan eldhúspappír svo fitan drjúpi af.
3. Hrærið saman chilisósu, tómatsósu og kaffirjóma og bætið salthnetum og beikoni út í. Takið úr ofninum (eftir ca 30 mínútur) og fleytið alla fitu ofan af soðinu.
4. Hellið blöndunni nú yfir kjúklingabitana og brytjið banana yfir. Steikið í 10-15 mínútur í viðbót.
5. Klippið ferska steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og brauði