Enskar skonsur.

 

Enskar skonsur eru sérstaklega einfaldar og fljótlegar. Galdurinn við þær er að hræra deigið ekki of mikið.  Ótrúlega góðar með ensku “lemon curd” bestu sultunni og jafnvel þeyttum rjóma ef vill.  Einnig gott að smyrja með smjöri. Hægt að setja allt mögulegt saman við deigið; múslí, rúsínur, kardimommur…. 
Uppskriftin:
1 msk. Flórsykur
2 ½ bolli hveiti
1 ½ msk. Lyftiduft –  (Já þetta á að vera msk. en ekki tsk.)
1 bolli mjólk
30 gr. Brætt smjör
Örlítið salt.  
Þurrefnin sett í skál og blandað vel saman.
Mjólk og smjör hrært vel saman við og hnoðað létt þar til mjúkt.
Flatt út í ca. 3 cm þykkt.
Stungnar út kökur með glasi sem er um 5cm í þvermál.
Endurtaka að hnoða og stinga út kökur þar til allt deigið er allt orðið að skonsum.
Sett á bökunarplötu.
Smyrja skonsurnar með mjólk og bakað við 200° í 8 – 10 mínútur. Skonsurnar borðaðar heitar eða a.m.k. samdægurs.
Úr þessari uppskrift ættu að fást um það bil 12 stk. Bústnar bollur