Piparkökur (Eldhúsbók/1967)


 

Efni:

150 gr.Sykur

250 gr. Sýróp

½ tsk.   Pipar

2 tsk.   Engifer2 tsk.   Kanill

½ tsk.   Negull

125 gr. Smjör

1 egg

2 tsk.   Bökunarsódi

10 – 12 dl. Hveiti

Sykurbráðin:

4 dl. Flórsykur

1 – 1 ½ eggjahvíta.

Hrært vel saman ásamt matarlit.

Sprauta á, t.d. með sprautum úr apotekinu eða úr kramarhúsum.

 

Aðferð:

Suðan látin koma upp á sykri, sírópi og kryddi. Bökunarsódanum hrært vel samanvið.Smjörið hrært saman við og eggið látið í.Seinast er hveitinu smám saman hrært saman við.Nú er hægt að hnoða deigið á borði og bæta e.t.v. aðeins við af hveiti.Ef geyma á deigið er plasti vafið þétt utanum og geymt á köldum stað.

Til minnis fyrir sjálfa mig:
Best er að nota litlu kökumótin hennar Karlottu því þá verða kökurnar litlar og sætar og passa í jóla- krukkuna.
Baka við ca. 175° á blæstri í ca. 7-9 mín. Fer eftir þykktinni á kökunum. 

Mjög gott húsráð:
Ef mæla á sýróp,  strjúka þá með matarolíu innan ílátið sem mælt er  í, þá festist sýrópið ekki við.