Viðeyjarbrauð – Hollt og gott.

 

2 bollar heilhveiti
1 bolli spelt
1 bolli gróft haframjöl – lífrænt
1 bolli fjölkorna eða 5 korna mjöl   sem fæst í heilsubúðum.
5 tsk. Lyftiduft
Tæplega 1 tsk. Salt
Rúmlega ½ líter AB mjólk – létt.
Þurrefnunum blandað saman og vætt í með mjólkinni.  Hrært með sleif og þegar deigið er orðið mátulega þykkt er það sett í vel smurt form sem látið er í kaldan ofninn.
Stillt á 175° og brauðið bakað í 1 ½ klukkustund