Fiskisúpa með rækjum og hörpuskelfiski

Þessa fékk ég einhverntíman senda á netinu

 

 


 

Fiskisúpa

 


 

Uppskriftin er fyrir fjóra
Efni:

 • 50 gr. smjör
 • 1 laukur – saxaður smátt
 • 1 stöngull sellerí – saxað smátt
 • 1-2 gulrætur – saxaðar smátt
 • 1 askja (250 gr.) rækjuostur
 • 2 pelar kaffirjómi
 • vatn eða mjólk
 • 250 gr. rækjur
 • 100 gr. hörpufiskur
 • sletta af hvítvíni
 • þeyttur rjómi

Krydd:

 • 1 tsk. svartur pipar
 • 2 tsk. karrý
 • 2 tsk. túrmerik
 • 2 tsk. Taasa masala (Pottagaldrar)
 • 1 kubbur grænmetiskraftur
 • Fersk steinselja

Aðferð:
Steikið grænmetið í smjörinu þar til það verður mjúkt. Bætið kryddinu öðru en steinseljunni við og hrærið í eina mínútu. Passa verður að grænmetið brenni ekki. Rækjuosturinn og kaffirjómanum er bætt við. Látið suðuna koma upp og ef þetta er of þykkt þá þarf að þynna súpuna með mjólk eða vatni. Loks er fiskurinn og hvítvínið sett útí. Þegar búið er að setja súpuna á diska er sletta af þeyttum rjóma sett á diskinn og steinseljan þar ofan á.
Meðlæti:
Gott brauð – gróft eða hvítt.
Allt grænmeti og krydd fæst í heilsuhorni Blómavals. Auk þess er gott úrval af góðu brauði til þar.