Brauðbollur Karlottu

 

Efni:

Aðferð:

 

5 dl.    Hveiti

2 dl.    Heilhveiti

½ dl.   Hveitihýði

1 msk. Púðursykur

½ tsk. Salt

3 tsk.   Þurrger

5 msk. Matarolía

1 ½ dl. Mjólk

1 ½ dl. Heitt vatn.

 

 

Blanda öllum þurrefnunum og gerinu í skál.

Blanda saman mjólk. Matarolíu og vatni og væta í deginu með því.

Hræra deginu vel saman. (Hrista í hristiskál)

Láta degið lyfta sér .

Degið hnoðað og mótaðar úr því litlar bollur eða önnur smábrauð – látið lyfta sér aftur í 10 – 15 mínútur.

Fallegra er að pensla bollurnar og strá t.d. birkifræi yfir.

Bakað í miðjum ofni í 15 mínútur við 225°hita.