Ostakaka frá Fjólu

½ pk. Hafrakex (haustkex)

150 gr. sólblóma

150 gr. rjómaostur

100 gr. flórsykur

Þetta (ekki hafrakexið) er hrært saman í hrærivél.

Kexið mulið smátt og blandað saman við ostahræruna. Þetta er botninn á ostakökunni.

1 peli þeyttur rjómi settur yfir botninn og kakan síðan fryst.

Kakan er tekin út úr frysti ca. 2 tímum fyrir notkun og sett í ísskáp. Þá er smurt yfir hana ? t.d. rifsberjahlaupi eða einhverju góðu hlaupi.

Ps. Muna að smyrja formið sem notað er með sólblóma eða smjöri.